Fótbolti

Valgeir æfir með Bröndby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valgeir í Kópavogsslagnum í sumar.
Valgeir í Kópavogsslagnum í sumar. vísir/bára

Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, mun æfa næstu vikuna með U19-ára liði stórliðsins Bröndby í Danmörku.

Bröndby segir frá þessu á vef sínum en hann mun træna með danska félaginu á næstunni.

Samkvæmt heimildum Vísis átti Róbert Orri Þorkellsson, leikmaður Aftureldingar, einnig að fara á reynslu en hann meiddist í landsliðsverkefni á dögunum svo hann fór ekki með í þetta skiptið.
Valgeir sló í gegn í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er fæddur árið 2002. Hann spilaði tuttugu leiki í sumar og skoraði þrjú mörk.

Hann hefur svo leikið 21 leik fyrir unglingalandslið Íslands og skorað í þeim eitt mark.

Hjörtur Hermannsson er á mála hjá Bröndby en liðið er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Lyngby í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.