Fótbolti

Valgeir æfir með Bröndby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valgeir í Kópavogsslagnum í sumar.
Valgeir í Kópavogsslagnum í sumar. vísir/bára
Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, mun æfa næstu vikuna með U19-ára liði stórliðsins Bröndby í Danmörku.



Bröndby segir frá þessu á vef sínum en hann mun træna með danska félaginu á næstunni.



Samkvæmt heimildum Vísis átti Róbert Orri Þorkellsson, leikmaður Aftureldingar, einnig að fara á reynslu en hann meiddist í landsliðsverkefni á dögunum svo hann fór ekki með í þetta skiptið.









Valgeir sló í gegn í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er fæddur árið 2002. Hann spilaði tuttugu leiki í sumar og skoraði þrjú mörk.



Hann hefur svo leikið 21 leik fyrir unglingalandslið Íslands og skorað í þeim eitt mark.



Hjörtur Hermannsson er á mála hjá Bröndby en liðið er í 3. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Lyngby í gær.

Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.