Segir frá reynslu sinni sem atvinnumaður í fótbolta á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 10:30 Camille Bassett. Skjámynd/Youtube Camille Bassett ákvað að deila með öllum upplifun sinni af því að spila sem atvinnumaður á Íslandi en þessi 22 ára sóknarmaður lék með Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Camille Bassett fór yfir reynslu sína af Íslandi og íslenskum fótbolta í myndbandi sem hún setti síðan inn á Youtube. Hún hóf þó myndbandið á því að segja að hún væri ekki vön að gera svona því hingað til hefur hún aðeins setti tilþrifamyndbönd og myndbönd af ferðalögum inn á Youtube síðuna sína. „Ég var bara á Íslandi í þrjá mánuði en þetta voru fyrstu kynni mín af atvinnumennsku sem og að ég fór til útlanda í fyrsta sinn,“ sagði Camille Bassett sem ákvað að henda í myndband í stað þess að vera að svara alltaf sömu spurningunum aftur og aftur. „Ég ákvað að tala um það sem mér fannst áhugaverðast og kannski getur þessi reynsla mín hjálpað ykkur sem eru að pæla í því að reyna fyrir ykkur sem atvinnumenn í fótbolta í Evrópu einhvern daginn,“ sagði Camille. Camille ræðir fyrst tungumálið og segir að það hafi ráðið miklu um hverjar urðu vinkonur hennar því það voru þær sem töluðu ensku við hana. „Ég reyndi að læra íslensku en það var alltof erfitt. Íslenskan er fallegt tungumál en mjög ólíkt ensku. Ég var bara í þrjá mánuði og lærði ekki mörg orð,“ sagði Camille. „Liðsfélagar mínir töluðu ensku en allar æfingarnar fóru fram á íslensku. Ég þurfti því að elta hinar stelpurnar eða spyrja þær hvað væri í gangi,“ sagði Camille sem viðurkennir að hafa oft ekki vitað hvað væri í gangi á æfingunni. Þjálfararnir voru greinilega ekkert að hafa áhyggjur af því að það skyldu ekki allar það sem þeir voru að segja.Skjámynd/YoutubeCamille saknaði líka að hafa sjúkraþjálfara á öllum æfingum og að það var allt í einu á hennar herðum að passa upp á líkamann sinn eftir æfingar. Hún var óvön því enda þegar hún spilaði í bandaríska háskólaboltanum þá var sjúkraþjálfari á öllum æfingum. „Hvað varðar fótboltann sjálfan þá var hann hraðari og harðari en ég var vön. Leikmenn voru líka með meiri tækni en ég er vön. Ég veit ekki hvort að þetta sé hinn dæmigerði evrópski fótbolti eða hvort að þetta sé bara íslenskur fótbolti en það var krafan að allir leikmenn áttu að reyna að komast fram hjá tveimur eða þremur leikmönnum,“ sagði Camille og bætti við: „Þetta var skrítið fyrir mig því ég vön því að senda boltann og spila í fáum snertingum. Þetta þvingaði mig til að læra meiri tækni en það er minn veikasti hlekkur sem fótboltakona,“ sagði Camille. Hún var mikið á varamannabekknum og nefnir það sérstaklega að varamennirnir hafi ekki fengið að hita upp með byrjunarliðinu. Í bandaríska háskólafótboltanum eru fleiri en þrjár skiptingar og þar geta leikmenn farið inn og út af vellinum eins og í körfubolta og handbolta. Camille Bassett kom til Stjörnunnar um mitt sumar og náði að spila átta leiki með liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Hún var þó aðeins í byrjunarliðinu í þremur leikjum, fyrsta leiknum eftir að hún kom og svo í tveimur síðustu leikjunum. Camille Bassett náði ekki að skora í Pepsi Max deildinni og átti heldur ekki stoðsendingu. Í lok myndbandsins fer hún yfir bæði það neikvæða og jákvæða við það að spila á Íslandi. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að spila mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður á Íslandi,“ sagði Camille. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Camille Bassett ákvað að deila með öllum upplifun sinni af því að spila sem atvinnumaður á Íslandi en þessi 22 ára sóknarmaður lék með Stjörnunni í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Camille Bassett fór yfir reynslu sína af Íslandi og íslenskum fótbolta í myndbandi sem hún setti síðan inn á Youtube. Hún hóf þó myndbandið á því að segja að hún væri ekki vön að gera svona því hingað til hefur hún aðeins setti tilþrifamyndbönd og myndbönd af ferðalögum inn á Youtube síðuna sína. „Ég var bara á Íslandi í þrjá mánuði en þetta voru fyrstu kynni mín af atvinnumennsku sem og að ég fór til útlanda í fyrsta sinn,“ sagði Camille Bassett sem ákvað að henda í myndband í stað þess að vera að svara alltaf sömu spurningunum aftur og aftur. „Ég ákvað að tala um það sem mér fannst áhugaverðast og kannski getur þessi reynsla mín hjálpað ykkur sem eru að pæla í því að reyna fyrir ykkur sem atvinnumenn í fótbolta í Evrópu einhvern daginn,“ sagði Camille. Camille ræðir fyrst tungumálið og segir að það hafi ráðið miklu um hverjar urðu vinkonur hennar því það voru þær sem töluðu ensku við hana. „Ég reyndi að læra íslensku en það var alltof erfitt. Íslenskan er fallegt tungumál en mjög ólíkt ensku. Ég var bara í þrjá mánuði og lærði ekki mörg orð,“ sagði Camille. „Liðsfélagar mínir töluðu ensku en allar æfingarnar fóru fram á íslensku. Ég þurfti því að elta hinar stelpurnar eða spyrja þær hvað væri í gangi,“ sagði Camille sem viðurkennir að hafa oft ekki vitað hvað væri í gangi á æfingunni. Þjálfararnir voru greinilega ekkert að hafa áhyggjur af því að það skyldu ekki allar það sem þeir voru að segja.Skjámynd/YoutubeCamille saknaði líka að hafa sjúkraþjálfara á öllum æfingum og að það var allt í einu á hennar herðum að passa upp á líkamann sinn eftir æfingar. Hún var óvön því enda þegar hún spilaði í bandaríska háskólaboltanum þá var sjúkraþjálfari á öllum æfingum. „Hvað varðar fótboltann sjálfan þá var hann hraðari og harðari en ég var vön. Leikmenn voru líka með meiri tækni en ég er vön. Ég veit ekki hvort að þetta sé hinn dæmigerði evrópski fótbolti eða hvort að þetta sé bara íslenskur fótbolti en það var krafan að allir leikmenn áttu að reyna að komast fram hjá tveimur eða þremur leikmönnum,“ sagði Camille og bætti við: „Þetta var skrítið fyrir mig því ég vön því að senda boltann og spila í fáum snertingum. Þetta þvingaði mig til að læra meiri tækni en það er minn veikasti hlekkur sem fótboltakona,“ sagði Camille. Hún var mikið á varamannabekknum og nefnir það sérstaklega að varamennirnir hafi ekki fengið að hita upp með byrjunarliðinu. Í bandaríska háskólafótboltanum eru fleiri en þrjár skiptingar og þar geta leikmenn farið inn og út af vellinum eins og í körfubolta og handbolta. Camille Bassett kom til Stjörnunnar um mitt sumar og náði að spila átta leiki með liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Hún var þó aðeins í byrjunarliðinu í þremur leikjum, fyrsta leiknum eftir að hún kom og svo í tveimur síðustu leikjunum. Camille Bassett náði ekki að skora í Pepsi Max deildinni og átti heldur ekki stoðsendingu. Í lok myndbandsins fer hún yfir bæði það neikvæða og jákvæða við það að spila á Íslandi. „Það var mjög góð reynsla fyrir mig að spila mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður á Íslandi,“ sagði Camille. Það má sjá allt myndbandið hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira