Fótbolti

UEFA útskýrir með myndbandi hvernig umspilið fyrir EM 2020 virkar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erik Hamrén og lærisveinar eru væntanlega á leið í umspil.
Erik Hamrén og lærisveinar eru væntanlega á leið í umspil. vísir/vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er að öllum líkindum á leið í umspil fyrir EM 2020 nema Tyrkir eða Frakkar kasti frá sér góðri stöðu í H-riðlinum.

Tyrkland og Frakkland eru með 19 stig á toppi riðilsins en Ísland er í öðru sætinum með fimmtán. Ísland þarf að vinna í Tyrklandi og treysta á að Tyrkland tapi gegn Andorra á útivelli.

Fari ekki svo er Ísland á leið í umspil um sæti á EM 2020 en Evrópumótið er haldið er víðs vegar um Evrópu.

Umspilið var útskýrt á Vísi á dögunum en nú hefur UEFA, Evrópusambandið, hins vegar gefið út myndband.

Þar er umspilið umtalaða, sem okkar menn eru væntanlega á leið í, er útskýrt í máli og myndum.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Umspilið fyrir EM 2020 útskýrt


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.