Fótbolti

Dagný og stöllur hennar úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný í leik með íslenska landsliðinu
Dagný í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Bára
Dagný Brynjarsdóttir og lið hennar Portland Thorns töpuðu 1-0 gegn Chicago Red Stars í úrslitakeppni bandarísku deildarinnar í kvöld.

Ólíkt mörgum öðrum íþróttum í Bandaríkjunum þá er aðeins einn leikur í úrslitakeppni kvenna í knattspyrnu. Dagný og stöllur hennar eru því úr leik eftir svekkjandi tap í kvöld. Eina markið kom á 8. mínútu leiksins en það gerði Sam Kerr fyrir heimaliðið. 

Dagný spilaði allan leikinn en tókst ekki að komast blað líkt og samherjum hennar. Þær þurfa því að bíta í það súra epli að vera úr leik á meðan Chigaco Red Stars fer í úrslitaleikinn þar sem North Carolina Courage bíður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.