Fótbolti

Dagný og stöllur hennar úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný í leik með íslenska landsliðinu
Dagný í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Bára

Dagný Brynjarsdóttir og lið hennar Portland Thorns töpuðu 1-0 gegn Chicago Red Stars í úrslitakeppni bandarísku deildarinnar í kvöld.

Ólíkt mörgum öðrum íþróttum í Bandaríkjunum þá er aðeins einn leikur í úrslitakeppni kvenna í knattspyrnu. Dagný og stöllur hennar eru því úr leik eftir svekkjandi tap í kvöld. Eina markið kom á 8. mínútu leiksins en það gerði Sam Kerr fyrir heimaliðið. 

Dagný spilaði allan leikinn en tókst ekki að komast blað líkt og samherjum hennar. Þær þurfa því að bíta í það súra epli að vera úr leik á meðan Chigaco Red Stars fer í úrslitaleikinn þar sem North Carolina Courage bíður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.