Fótbolti

Í beinni í dag: Meistaradeildin fer aftur af stað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, en lærisveinar hans taka á móti Atalanta í dag.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, en lærisveinar hans taka á móti Atalanta í dag. vísir/getty

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm til tíu.

Dagurinn byrjar á leik Atletico Madrid og Bayer Leverkusen í D-riðlinum en Atletico Madrid er með fjögur stig á meðan Leverkusen er án stiga.

Meistaradeildarmessan verður svo í beinni frá 18.15 og fram yfir leikina sem hefjast klukkan sjö. Þar munu þeir birta mörkin um leið og þau berast og greina leikina svo þegar öllum leikjunum er lokið í Meistaradeildarmessunni.

Manchester City og Tottenham eru bæði í eldlínunni í dag. City tekur á móti Atalanta á heimavelli og Tottenham er einnig á heimavelli er þeir taka á móti Rauðu stjörnunni.

Tottenham er einungis með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda ætli þeir sér upp úr riðlinum.

City er hins vegar í betri málum. Þeir eru með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar og verða ef allt er eðlilegt með níu stig eftir leikinn í kvöld gegn botnliði Atalanta.

Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus verða einnig í beinni en alla dagskrána má sjá hér að neðan sem og á heimasíðu Stöðvar 2.

Eftir Meistaradeildarmessuna verður síðan boðið upp sögulegt og tilfinningaríkt viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo.

Beinar útsendingar í dag:
16.45 Atletico Madrid - Bayern Leverkusen (Stöð 2 Sport 2)
18.15 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport)
18.50 Man. City - Atalanta (Stöð 2 Sport 2)
18.50 Tottenham - Rauða stjarnan (Stöð 2 Sport 3)
18.50 Galatasaray - Real Madrid (Stöð 2 Sport 4)
18.50 Juventus - Lokomotiv Moskva (Stöð 2 Sport 5)
21.00 Meistardeildarmörkin (Stöð 2 Sport)
21.30 Piers Morgan hittir Cristiano Ronaldo (Stöð 2 Sport)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.