Fótbolti

Í beinni í dag: Meistaradeildin fer aftur af stað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, en lærisveinar hans taka á móti Atalanta í dag.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, en lærisveinar hans taka á móti Atalanta í dag. vísir/getty
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld er Meistaradeildin er á dagskrá en hægt verður að sitja í sófanum frá rétt fyrir fimm til tíu.

Dagurinn byrjar á leik Atletico Madrid og Bayer Leverkusen í D-riðlinum en Atletico Madrid er með fjögur stig á meðan Leverkusen er án stiga.

Meistaradeildarmessan verður svo í beinni frá 18.15 og fram yfir leikina sem hefjast klukkan sjö. Þar munu þeir birta mörkin um leið og þau berast og greina leikina svo þegar öllum leikjunum er lokið í Meistaradeildarmessunni.

Manchester City og Tottenham eru bæði í eldlínunni í dag. City tekur á móti Atalanta á heimavelli og Tottenham er einnig á heimavelli er þeir taka á móti Rauðu stjörnunni.

Tottenham er einungis með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda ætli þeir sér upp úr riðlinum.

City er hins vegar í betri málum. Þeir eru með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar og verða ef allt er eðlilegt með níu stig eftir leikinn í kvöld gegn botnliði Atalanta.

Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus verða einnig í beinni en alla dagskrána má sjá hér að neðan sem og á heimasíðu Stöðvar 2.

Eftir Meistaradeildarmessuna verður síðan boðið upp sögulegt og tilfinningaríkt viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo.

Beinar útsendingar í dag:

16.45 Atletico Madrid - Bayern Leverkusen (Stöð 2 Sport 2)

18.15 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport)

18.50 Man. City - Atalanta (Stöð 2 Sport 2)

18.50 Tottenham - Rauða stjarnan (Stöð 2 Sport 3)

18.50 Galatasaray - Real Madrid (Stöð 2 Sport 4)

18.50 Juventus - Lokomotiv Moskva (Stöð 2 Sport 5)

21.00 Meistardeildarmörkin (Stöð 2 Sport)

21.30 Piers Morgan hittir Cristiano Ronaldo (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×