Fótbolti

Dómarar í Svíþjóð mæta í viðtöl eftir leiki og líka þótt þeir geri stór mistök

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristoffer Karlsson er FIFA-dómari.
Kristoffer Karlsson er FIFA-dómari. Getty/Michael Campanella
Íslenskir fótboltadómarar mega ekki verja eða tjá sig um sýnar ákvarðanir í leikjum en þetta er allt öðru vísi hjá frændum okkar í Svíþjóð.Sænski dómarinn Kristoffer Karlsson viðurkenndi mistök sín skömmu eftir toppslag í sænsku deildinni í gærkvöldi.Kristoffer Karlsson dæmdi leik Djurgården og IFK Gautaborg sem skiptu miklu máli í baráttunni um sænska meistaratitilinn.Djurgården-liðið vann leikinn 1-0 en IFK Gautaborg átti að fá dæmda vítaspyrnu.Dómarar í Svíþjóð mæta í viðtöl eftir leiki sem þeir dæma en hér á Íslandi mega þeir ekki tjá sig eftir leiki sem þeir dæma.„Ég missti af þessu atviki og þetta var rangt hjá mér. Ég er vonsvikinn með þessa ákvörðun hjá mér," sagði Karlsson í viðtalinu eftir leik en í Svíþjóð geta dómarar mætt í viðtöl eftir leik og útskýrt ákvarðanir sínar.  Það má sjá viðtalið hér.Gautaborg-liðið átti að fá vítaspyrnu þegar Jacob Une Larsson felldi Giorgij Charaisjvili. Karlsson dómari dæmdi ekkert og viðurkenndi mistök sín fúslega eftir leik. Afsökun Kalrsson var sú að hann hélt að Giorgij Charaisjvili hefði runnið á vellinum en sjónvarpsmyndavélarnar sýndu það greinilega að Jacob Une Larsson sparkaði hann niður.Leikmenn IFK Gautaborg gátu verið svekktir yfir þessu sem og að sigurmark Djurgården kom eftir hornspyrnu sem átti aldrei að vera dæmd þar sem það var rangstaða í aðdraganda hennar.Þessi sigur þýðir að Djurgården er komið með þriggja stiga forskot á toppnum en Hammarby, Malmö og AIK eru öll þremur stigum á eftir toppliðinu þegar tvær umferðir eru eftir.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.