Fótbolti

Modric sá fyrsti í sögunni til að vinna Gullknöttinn en vera ekki á topp 30 ári síðar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luka Modric hefur ekkert átt sérstakt ár í fótboltanum.
Luka Modric hefur ekkert átt sérstakt ár í fótboltanum. vísir/getty

Knattspyrnumiðillinn France Football tilkynnti í gær hvaða knattspyrnufólk kemur til greina sem sigurvegari Gullknattarins, Ballon d'Or, í ár.

Birtur var 30 manna listi í bæði karla- og kvennaflokki en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru á sínum stað en sigurvegarinn frá síðasta ári kemst ekki á 30 manna listann.

Luka Modric stóð óvænt uppi með Gullknöttinn á síðustu leiktíð en flestir bjuggust við að enn eitt árið yrði það Messi eða Ronaldo myndi vinna verðlaunin.

Króatinn er hins vegar sá fyrsti í sögunni sem vinnur verðlaunin og er svo ekki á 30 manna listanum daginn eftir en hann hefur átt erfitt uppdráttar á síðasta ári.

Hann spilaði ekki vel með Real Madrid á síðustu leiktíð sem voru í alls konar vandræðum en ágætlega gekk hjá Modric með króatíska landsliðinu.

Úrslitin verða kunngjörð í desember mánuði.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.