Fótbolti

Modric sá fyrsti í sögunni til að vinna Gullknöttinn en vera ekki á topp 30 ári síðar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luka Modric hefur ekkert átt sérstakt ár í fótboltanum.
Luka Modric hefur ekkert átt sérstakt ár í fótboltanum. vísir/getty
Knattspyrnumiðillinn France Football tilkynnti í gær hvaða knattspyrnufólk kemur til greina sem sigurvegari Gullknattarins, Ballon d'Or, í ár.Birtur var 30 manna listi í bæði karla- og kvennaflokki en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru á sínum stað en sigurvegarinn frá síðasta ári kemst ekki á 30 manna listann.Luka Modric stóð óvænt uppi með Gullknöttinn á síðustu leiktíð en flestir bjuggust við að enn eitt árið yrði það Messi eða Ronaldo myndi vinna verðlaunin.Króatinn er hins vegar sá fyrsti í sögunni sem vinnur verðlaunin og er svo ekki á 30 manna listanum daginn eftir en hann hefur átt erfitt uppdráttar á síðasta ári.Hann spilaði ekki vel með Real Madrid á síðustu leiktíð sem voru í alls konar vandræðum en ágætlega gekk hjá Modric með króatíska landsliðinu.Úrslitin verða kunngjörð í desember mánuði.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.