Enski landsliðsbakvörðurinn hefur byrjað sjö af þeim níu leikjum sem lokið er í úrvalsdeildinni og lagt upp eitt mark en það kom í fyrsta leiknum hans gegn Getafe.
Hjá Atletico er Trippier samherji Diego Costa. Flestir þekkja Costa sem framherja með mikið skap en Trippier ber honum söguna vel.
„Diego kallar mig á hverjum morgni, örugglega tíu sinnum í dag Rooney. Wayne Rooney kallar hann mig alltaf. Allir byrja svo að hlægja,“ sagði Trippier í samtali við Marca.
Diego Costa is a joker pic.twitter.com/miOmK8Je70
— ESPN UK (@ESPNUK) October 21, 2019
Costa hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt mark í fyrstu sjö leikjunum. Einnig hefur hann fengið tvö gul spjöld sem kemur sér lítið á óvart er Costa á í hlut.
Atletico Madrid er í 5. sæti deildarinnar með sextán stig en þeir eru einungis þremur stigum frá toppliði Barcelona.