Fleiri fréttir

Þýðir ekki að bjóða minna en 50 milljónir evra í David Villa

Valencia vill fá 50 milljónir evra eða meira fyrir David Villa samkvæmt frétt í spænska blaðinu Marca í dag. Spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem og enska liðið Manchester City hafa öll frá því í maí haft mikinn áhuga á að kaupa spænska landsliðsmanninn.

Manchester City í viðræðum um kaup á Adebayor

Manchester City hefur mikinn áhuga á að kaupa Tógó-manninn Emmanuel Adebayor frá Arsenal og BBC segir frá því á síðu sinni að félagið sé komið í viðræður við Arsenal um að kaupa kappann.

Kári Árnason heillaði stjóra Plymouth upp úr skónum

Kári Árnason er kominn langleiðina með að vinna sér inn samning hjá enska B-deildarliðinu Plymouth Argyle en hann stóð sig mjög vel í 2-0 sigri liðsins á Truro City í æfingaleik í gær. Kári kom inn á í hálfleik og heillaði stjórann upp úr skónum.

Fimm íslenskir eftirlitsmenn á Evrópuleikjum í vikunni

Það er nóg af leikjum í undankeppnum Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA í vikunni og það eru ekki bara íslensku liðin sem verða á ferðinni. Á heimasíðu Knattspyrnusambandsins er farið yfir verkefni íslenskra eftirlitsmanna í vikunni.

Tottenham er búið að bjóða Patrick Vieira eins árs samning

Enska blaðið Daily Mail birtir frétt í dag um að Tottenham hafi boðið Patrick Vieira, fyrrum fyrirliða Arsenal, eins árs samning. Blaðið segir einnig að ítalska liðið Inter Milan sé tilboðið að láta þennan 33 ára Frakka fara.

Beckham byrjaður að æfa með Los Angeles Galaxy

David Beckham byrjaði að æfa á ný með bandaríska liðinu Los Angeles Galaxy í gær og spilar hugsanlega fyrsta leikinn sinn gegn New York Red Bulls á fimmtudaginn. Beckham var á láni hjá AC Milan eftir áramót og sóttist um tíma eftir því að vera áfram á Ítalíu.

Steve Bruce er mjög ánægður með nýja leikmanninn sinn

Steve Bruce, stjóri Sunderland, er í skýjunum með nýjan leikmann félagsins, Paulo da Silva sem er fyrirliði landsliðs Paragvæ. Það vita kannski fáir hver þessi 29 ára varnarmaður er en hann hefur undanfarin sex ár leikið með Deportivo Toluca frá Mexíkó.

Var Tevez búinn að gera leynisamning við City í janúar?

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir Argentínumanninn Carlos Tevez hafa verið búinn að ákveða það fyrir löngu að yfirgefa herbúðir meistaranna í Manchester United. Hinn 25 ára Tevez skrifar undir hjá nágrönnunum í Manchester City þegar hann snýr aftur úr sumarleyfi á morgun.

Jón Orri lenti skelfilega - einstakar myndir af atvikinu

Framarinn Jón Orri Ólafsson fékk slæma byltu á 60. mínútu í leik Þróttar og Fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Eins og sjá má á mynd Valgarðs Gíslason, ljósmyndara Fréttablaðsins á leiknum, þá datt Jón Guðni beint á hausinn og fékk slæmt högg.

Davíð Þór: Úrvalsdeildin refsar

Davíð Þór Rúnarsson leikmaður Þróttar var niðurlútur að leik loknum þegar Vísir náði af honum tali. Enn eitt tapið staðreynd og það virtist hvíla þungt á þessum ágæta leikmanni sem átti þó ekki sinn besta leik í kvöld.

Lúkas Kostic: Yfirspiluðum þá í fyrri hálfleik

„Við vorum miklu betri í fyrri hálfleiknum og mér finnst þessi úrslit ekki vera sanngjörn. Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur eftir 0-1 tap fyrir Breiðabliki í kvöld

Gunnar: Gáfum þeim tvö mörk

Gunnar Oddsson var ekki sáttur eftir leik kvöldsins en Þróttarar sitja enn á botninum með fimm stig. Hann var þó ekki sammála því að fyrri hálfleikur hefði verið slakur. “Við sköpuðum færi og settum þrýsting á þá, þeir voru allavega ekki að spila neinn glansbolta,” sagði Gunnar.

Arnar: Sanngjarn sigur

„Þetta var mjög góður sigur hjá okkur í kvöld því okkur hefur gengið illa á þessum velli. Svo var þetta líka mjög mikilvægt til að lyfta okkur frá þessum pakka þarna niðri," sagði Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í Grindavík í kvöld.

Stefán Þór með flottan leik í stórsigri Norrköping

Stefán Þór Þórðarson skoraði eitt marka IFK Norrköping FK og fiskaði víti í 5-1 sigri liðsins á Falkenbergs FF í sænsku b-deildinni en Falkenberg var í 3. sæti deildarinnar fyrir leikinn eða tíu sætum ofar en Norrköping.

Paulo Da Silva í Sunderland

Paulo da Silva, fyrirliði landsliðs Paragvæ, er nýjasti liðsmaður Sunderland. Þessi 29 ára varnarmaður hefur leikið yfir 50 landsleiki og skrifaði undir þriggja ára samning við Sunderland.

Tottenham í baráttuna um Naughton

Samkvæmt BBC hefur Tottenham blandað sér í baráttuna um Kyle Naughton, varnarmann Sheffield United. Naughton var kominn nálægt því að ganga til liðs við Everton fyrir helgi.

Mörg ensk lið hafa sýnt hávöxnum Serba áhuga

Ensku liðin Arsenal, Chelsea og Manchester City eru öll að kanna möguleika á að kaupa Serbann Neven Subotic frá þýska liðinu Borussia Dortmund. Subotic er aðeins tvítugur og 193 sm á hæð og þykir mjög efnilegur miðvörður.

Umfjöllun: Blikar unnu loks í Grindavík

Breiðablik vann 1-0 útisigur á Grindavík í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleiknum en leikurinn var hálfleikjaskiptur, heimamenn sterkari í þeim fyrri en gestirnir í síðari.

Ráðleggur ungum leikmönnum að spila utan Ítalíu

Pierluigi Casiraghi, U21 landsliðsþjálfari Ítalíu, gagnrýnir lið í ítölsku deildinni fyrir að gefa ungum leikmönnum ekki tækifæri. Hann ráðleggur efnilegum leikmönnum að leita sér að liði utan Ítalíu.

Stelpurnar gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik

Kvennalandsliðið U19 gerði í dag markalaust jafntefli við Noreg í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi. Fanndís Friðriksdóttir lék með íslenska liðinu og náði að skapa usla í vörn Noregs.

Ólafur: Erum að tjasla hópnum saman

Það eru allar líkur á því að Alfreð Finnbogason og Kristinn Jónsson verði með Breiðabliki í kvöld þegar liðið heimsækir Grindavík. Blikar hafa verið að glíma við meiðsli síðustu vikur.

Michael Owen fær sjöuna hans Cristiano Ronaldo

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur ákveðið að Michael Owen fái að klæðast hinni eftirsóttu United-treyju númer sjö þegar hann hefur leik með liðinu í haust. Owen mun því taka við sjöunni af Cristiano Ronaldo sem félagið seldi til Real Madrid í sumar.

Ferguson búinn að loka veskinu

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist vera búinn að loka veskinu og fleiri leikmenn verði ekki keyptir til félagsins í sumar. United hefur verslað Michael Owen, Antonio Valencia og Gabriel Obertan.

Umfjöllun: Frammarar tóku öll stigin gegn Þrótti

Frammarar mættu Þrótti í kvöld á Valbjarnarvelli. Fram var með ellefu stig í áttunda sæti fyrir leikinn en Þróttarar á botninum með fimm stig. Fyrri hálfleikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtun og gerðist fátt framan af. Frammarar áttu þó skot í stöng í lok hálfleiksins.

Hartson greinist með krabbamein

John Hartson, fyrrum landsliðsmaður Wales, greindist með krabbamein í gær. Hann er með krabbamein í eistum en það hefur einnig borist í heila hans.

Gunnar: Þurfum að sækja stig í kvöld

„Við erum bara komnir í þá stöðu að við þurfum að sækja stig í kvöld, það er pottþétt. Helst þrjú," segir Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar. Hans menn mæta Fram í kvöld en Þróttarar sitja á botni deildarinnar.

United ekki boðið í Zlatan

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic hefur neitað þeim sögusögnum að Manchester United hafi lagt fram tilboð í leikmanninn. Framtíð Zlatans hjá Inter hefur verið mikið í umræðunni en hann gaf það út um helgina að Chelsea væri að sækjast eftir starfskröftum sínum.

Adebayor og Tevez nálgast City

Manchester City er komið í viðræður við Arsenal um kaup á sóknarmanninum Emmanuel Adebayor. Leikmaðurinn hefur mikið verið orðaður við AC Milan í sumar en Arsene Wenger vill halda honum í sínum röðum.

Kompany missir af byrjun tímabilsins

Vincent Kompany, leikmaður Manchester City, er meiddur á tá og mun líklega missa af byrjun tímabilsins. Þessi 23 ára Belgi hefur átt við þrálát meiðsli á tá að stríða og líklegt er að hann þurfi að gangast undir aðgerð.

Brotist inn á heimili Macheda

Ítalski sóknarmaðurinn Federico Macheda hjá Manchester United lenti í því um helgina að brotist var inn á heimili hans. Macheda og félagi hans voru á heimilinu og lentu í átökum við ræningjana.

Grip: Eriksson bíður eftir rétta félaginu

Knattspyrnustjórin Sven Göran Eriksson hefur verið án starfs síðan í apríl á þessu ári þegar hann var rekinn sem landsliðsþjálfari Mexíkó vegna slæmrar frammistöðu landsliðsins í undankeppni Hm 2010.

Hólmar Örn spilaði í sigri West Ham

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham spilaði sinn fyrsta æfingarleik á undirbúningstímabilinu þegar það vann 1-2 sigur gegn Grays Athletic en Íslendingurinn Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan síðari hálfleikinn fyrir West Ham.

Zola: Eiður Smári er vissulega mjög góður leikmaður

Knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola hjá West Ham fór ekki leynt með aðdáun sína á Eiði Smára Guðjohnsen í viðtali við Sky Sports fréttastofuna og viðurkenndi að West Ham hefði áhuga á að fá leikmann á borð við hann.

Fanndís líklega með á móti Noregi

U-19 ára landslið kvenna í knattspyrnu mætir Noregi í opnunarleik sínum á lokakeppni EM sem fram fer í Hvíta-Rússlandi þessa dagana en íslensku stelpurnar eru auk Noregs með Svíþjóð og Englandi í riðli.

Pellegrini: Ekkert leyndarmál að við viljum fá Alonso

Knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini hjá Real Madrid bindur enn vonir við að félagið nái að krækja í spænska landsliðsmanninn Xabi Alonso hjá Liverpool en knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur ítrekað að leikmaðurinn sé ekki til sölu.

Sjá næstu 50 fréttir