Enski boltinn

United ekki boðið í Zlatan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic hefur neitað þeim sögusögnum að Manchester United hafi lagt fram tilboð í leikmanninn. Framtíð Zlatans hjá Inter hefur verið mikið í umræðunni en hann gaf það út um helgina að Chelsea væri að sækjast eftir starfskröftum sínum.

Zlatan á enn fjögur ár eftir af samningi sínum við Inter og lýsti því yfir nýlega að hann væri ánægður hjá félaginu.

Manchester United hyggst styrkja sóknarlínu sína eftir að hafa misst þá Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez á brott frá félaginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×