Enski boltinn

West Bromwich ætlar ekki selja fyrirliðann sinn til Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonathan Greening, fyrirliði West Bromwich Albion.
Jonathan Greening, fyrirliði West Bromwich Albion. Mynd/AFP

West Bromwich Albion hefur hafnað tilboði Fulham í fyrirliða sinn, Jonathan Greening. Greening hefur verið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni eftir að West Bromwich féll úr deildinni í vor.

Jonathan Greening er 30 ára miðjumaður sem spilað á árunum 1998 til 2001 með Manchester United. Hann hefur verið í herbúðum West Bromwich Albion frá 2004 og á að baki 191 leik með félaginu.

Heimildarmenn SkySports segja að tilboð Fulham hafi hljóðað upp á tvær milljónir punda auk þess að West Bromwich gat valið um að fá einn af þremur leikmönnum Fulham í kaupbæti. Einn þeirra leikmaður er víst Hameur Bouazza.

„Jonathan er fyrirliði okkar og mikilvægur fyrir liðið. Af þeim sökum litum við ekki á þetta tilboð. Við gáfum það út í vor að ef leikmenn færu frá West Bromwich þá færu þeir á okkar forsendum. Við ætum að halda okkar bestu mönnum og komast aftur upp í úrvalsdeildina," sagði Jeremy Peace stjórnarmaður í West Bromwich.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×