Enski boltinn

Brotist inn á heimili Macheda

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ítalski sóknarmaðurinn Federico Macheda hjá Manchester United lenti í því um helgina að brotist var inn á heimili hans. Macheda og félagi hans voru á heimilinu og lentu í átökum við ræningjana.

Peningum og skartgripum var stolið en félagi Macheda hlaut minniháttar áverkefa á höfði.

Macheda er sautján ára gamall en talið er að innbrotið tengist deilum sem spruttu upp fyrir utan skemmtistað fyrr um kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×