Enski boltinn

Ferguson búinn að loka veskinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist vera búinn að loka veskinu og fleiri leikmenn verði ekki keyptir til félagsins í sumar. United hefur verslað Michael Owen, Antonio Valencia og Gabriel Obertan.

Á móti hefur United misst þá Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez. Ferguson reyndi að kaupa Karim Benzema en varð að játa sig sigraðan fyrir Real Madrid.

„Okkur viðskiptum í sumar er lokið. Ef þið heyrið einhverjar aðrar sögur þá skuluð þið ekki trúa þeim," sagði Ferguson. United seldi Ronaldo til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda en búist var við að félagið myndi eyða svipaðri upphæð í nýja leikmenn.

Meðal leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið eru Douglas Costa, Franck Ribery og David Villa. Ferguson segist ekki ætla að taka þátt í þeim leik að versla leikmenn á uppsprengdu verði en Real Madrid hefur eytt 170 milljónum punda í að styrkja sig í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×