Enski boltinn

Hartson greinist með krabbamein

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Hartson í búningi Celtic.
John Hartson í búningi Celtic.

John Hartson, fyrrum landsliðsmaður Wales, greindist með krabbamein í gær. Hann er með krabbamein í eistum en það hefur einnig borist í heila hans.

Hartson lagði skóna á hilluna í fyrra en hann er 34 ára og lék meðal annars með Arsenal og Celtic á ferli sínum. Þá á hann 51 landsleik að baki fyrir Wales.

Einnig lék Hartson með West Ham, Wimbledon, Coventry City, West Brom, Norwich og Luton Town. Hann mun nú gangast undir frekari rannsóknir og geislameðferðir en allt þetta ferli tekur marga mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×