Enski boltinn

Grip: Eriksson bíður eftir rétta félaginu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sven Göran Eriksson.
Sven Göran Eriksson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórin Sven Göran Eriksson hefur verið án starfs síðan í apríl á þessu ári þegar hann var rekinn sem landsliðsþjálfari Mexíkó vegna slæmrar frammistöðu landsliðsins í undankeppni Hm 2010.

Tord Grip, sem lengi hefur unnið með Eriksson sem aðstoðarþjálfari, telur að Svíinn sé að bíða eftir rétta félaginu og veit til þess að Eriksson hafi hafnað einhverjum boðum í sumar.

„Ég á ekki von á því að Eriksson stökkvi á neitt félag því hann hefur þegar hafnað boðum um þjálfunarstöður í sumar. Hann mun bíða eftir rétta félaginu," segir Grip sem telur ólíklegt að Eriksson taki við sænska landsliðinu eins og sögusagnir herma.

Eriksson hefur annars sterklega verið orðaður við stjórastöðuna hjá Portsmouth en billjarðamæringurinn Sulaiman Al Fahim er að klára yfirtöku sína á félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×