Enski boltinn

Kompany missir af byrjun tímabilsins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Vincent Kompany.
Vincent Kompany. GettyImages

Vincent Kompany, leikmaður Manchester City, er meiddur á tá og mun líklega missa af byrjun tímabilsins. Þessi 23 ára Belgi hefur átt við þrálát meiðsli á tá að stríða og líklegt er að hann þurfi að gangast undir aðgerð.

Hann verður því frá í um þrjár vikur og missir af byrjun tímabilsins á Englandi. City á leik gegn Blackburn þann 15. ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×