Fótbolti

Beckham byrjaður að æfa með Los Angeles Galaxy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjölmiðlaáhuginn á David Beckham hefur ekkert minnkað í Bandaríkjunum.
Fjölmiðlaáhuginn á David Beckham hefur ekkert minnkað í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

David Beckham byrjaði að æfa á ný með bandaríska liðinu Los Angeles Galaxy í gær og spilar hugsanlega fyrsta leikinn sinn gegn New York Red Bulls á fimmtudaginn. Beckham var á láni hjá AC Milan eftir áramót og sóttist um tíma eftir því að vera áfram á Ítalíu.

Landon Donovan, fyrirliði bandaríska landsliðsins, gagnrýndi David Beckham harðlega, í bók um Beckham ævintýrið í Los Angeles Galaxy sem var gefin út á dögunum. Beckham hefur sæst við Donovan og segir málið úr sögunni eftir að þeir hafi rætt málin með þjálfaranum Bruce Arena.

Lið Los Angeles Galaxy hefur breyst mikið í fjarveru Beckham en liðið á enn eftir að komast í úrslitakeppni bandarísku deildarinnar síðan að hann kom til liðsins og hefur árangur þess ollið miklum vonbrigðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×