Enski boltinn

Adebayor og Tevez nálgast City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor.

Manchester City er komið í viðræður við Arsenal um kaup á sóknarmanninum Emmanuel Adebayor. Leikmaðurinn hefur mikið verið orðaður við AC Milan í sumar en Arsene Wenger vill halda honum í sínum röðum.

Forráðamenn Arsenal eru þó tilbúnir að hlusta á tilboð í leikmanninn og ef rétta upphæðin býðst eru þeir til í að selja hann.

Þá kemur einnig fram í enskum fjölmiðlum að Carlos Tevez hafi rætt við forráðamenn Manchester City í morgun og gangist líklega undir læknisskoðun í dag. Tevez er laus allra mála hjá Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×