Fótbolti

Eggert Gunnþór á skotskónum í tapleik Hearts

Ómar Þorgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. Nordic photos/AFP

Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson skoraði annað tveggja marka skoska félagsins Hearts í 4-2 tapleik gegn þýska félaginu Almenia Achen.

Mark Eggerts Gunnþórs kom snemma í síðari hálfleik en Hearts er nú í æfingarferð um Þýskaland.

Þetta var annað tap Hearts á tveimur dögum en félagið tapaði 2-0 gegn St. Pauli í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×