Enski boltinn

Zola: Eiður Smári er vissulega mjög góður leikmaður

Ómar Þorgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola hjá West Ham fór ekki leynt með aðdáun sína á Eiði Smára Guðjohnsen í viðtali við Sky Sports fréttastofuna og viðurkenndi að West Ham hefði áhuga á að fá leikmann á borð við hann.

„Eiður er vissulega mjög, mjög góður leikmaður og ég er viss um að fleiri lið en West Ham hafi áhuga á að fá leikmann í hans gæðaflokki í sínar raðir," segir Zola en Ítalinn knái lék með Eiði Smára hjá Chelsea á sínum tíma og ætti því að þekkja leikmanninn betur en margir aðrir kollegar hans.

Samkvæmt heimildum Sky Sports eru Aston Villa, Everton og Fulham öll sögð áhugasöm um að fá Eið smára í sínar raðir en meiri líkur en minni eru taldar að Eiður Smári yfirgefi Nývang í sumar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×