Enski boltinn

Manchester City í viðræðum um kaup á Adebayor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor hefur orðið að stjörnu hjá Arsenal.
Emmanuel Adebayor hefur orðið að stjörnu hjá Arsenal. Mynd/AFP

Manchester City hefur mikinn áhuga á að kaupa Tógó-manninn Emmanuel Adebayor frá Arsenal og BBC segir frá því á síðu sinni að félagið sé komið í viðræður við Arsenal um að kaupa kappann.

Emmanuel Adebayor mun líklega kosta um 25 milljónir punda en hann er 25 ára framherji sem hefur verið hjá Arsenal í þrjú og hálft tímabil. Adebayor var á leiðinni til AC Milan fyrri hluta sumar en þegar ekkert varð af því var búist við að hann yrði áfram með Arsenal.

Arsenal keypti Adebayor frá Mónakó á 7 milljónir punda en síðan hefur hann skorað 62 mörk í 142 leikjum fyrir félagið. Adebayor skoraði 30 mörk 2007-08 en mörkin urðu "bara" 16 á síðasta tímabili þar sem hann glímdi við meiðsli.

Manchester City er þegar búið að kaupa Gareth Barry (frá Aston Villa), Roque Santa Cruz (frá Blackburn) og þá mun liðið kynna Carlos Tevez sem nýjast liðsmann félagsins á blaðamannafundi í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×