Enski boltinn

Tottenham er búið að bjóða Patrick Vieira eins árs samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Vieira lék níu góð ár með Arsenal.
Patrick Vieira lék níu góð ár með Arsenal. Mynd/AFP

Enska blaðið Daily Mail birtir frétt í dag um að Tottenham hafi boðið Patrick Vieira, fyrrum fyrirliða Arsenal, eins árs samning. Blaðið segir einnig að ítalska liðið Inter Milan sé tilboðið að láta þennan 33 ára Frakka fara.

Patrick Vieira lék í níu ár með erkifjendum Tottenham í Arsenal (1996-2005). Hann vann þrjá meistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla með liðinu og síðan að hann yfirgaf Arsenal hefur liðið ekki náð að vinna titil. Vieira hefur unnið ítalska meistaratitilinn undanfarin fjögur tímabil þó svo að fyrsti titillinn með Juventus (2005-06) hafi verið afturkallaður.

Samningstilboð Tottenham hljóðar upp á 35 þúsund pund á viku eða 7,3 milljónir íslenskra króna. Vieira er víst spenntur fyrir tilboði Tottenham en hann telur að það muni hjálpa sér að vinna sér sæti í HM-hóp Frakka að skipta um lið.

Tottenham er ekki eina félagið sem er áhugasamt um Viera því enska liðið Sunderland og frönsku liðin Paris Saint Germain og Lyon vilja einnig krækja í kappann sem hefur verið í toppbaráttu nær allan sinn feril og alls unnið sjö meistaratitla á ferlinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×