Enski boltinn

Carlos Tevez búinn að gera fimm ára samning við Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez  vann enska titilinn bæði tímabil sín með United.
Carlos Tevez vann enska titilinn bæði tímabil sín með United. Mynd/AFP

Carlos Tevez mun færa sig milli Manchester-liðanna og spila með City-liðinu næstu fimm árin. Tevez mun ganga endanlega frá nýjum samningi þegar hann stendst læknisskoðun á morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Manchester City í kvöld.

Carlos Tevez mun spila í treyju númer 32 hjá Manchester City eða í sama númeri og hann spilaði í hjá Manchester United.

„Þetta eru frábærar fréttir. Carlos er leikmaður í heimsklassa sem hefur alla burði til að hjálpa félaginu að ná betri árangri," sagði Mark Hughes, stjóri Manchester City á heimasíðu félagins.

„Carlos er ekki bara með frábæra tækni heldur mikill markaskorari sem mun bæta vinnsluna í liðinu með dugnaði sínum. Hann gefur okkur aukna og spennandi möguleika í sókninni," sagði Hughes.

„Ég get ekki beðið eftir því að bjóða hann velkominn í City. Þetta er enn ein sönnun þess að Sheikh Mansour, eigandi félagsins, er alvara að búa til eins gott lið og mögulegt er. Ég veit að stuðningsmenn okkar muni bjóða Carlos sérstaklega velkominn," bætti Hughes við.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×