Enski boltinn

Hólmar Örn spilaði í sigri West Ham

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gianfranco Zola.
Gianfranco Zola. Nordic photos/Getty images

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham spilaði sinn fyrsta æfingarleik á undirbúningstímabilinu þegar það vann 1-2 sigur gegn Grays Athletic en Íslendingurinn Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan síðari hálfleikinn fyrir West Ham.

Knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola hjá West Ham stillti upp blönduðu liði af aðalliðsleikmönnum og unglingaliðsmönnum en framherjarnir ungu Zavon Hines og Cristian Montano sáu um að skora mörk West Ham í leiknum, eitt í hvorum hálfleik.

Aðalliðsleikmennirnir Kieron Dyer, Julien Faubert, James Collins, Zavon Hines og Josh Payne léku fyrri hálfleikinn en Danny Gabbidon, Herita Ilunga og Junior Stanislas léku seinni hálfleikinn ásamt Hólmari Erni.

Hólmar Örn lék í miðverðinum við hlið Gabbidon sem hefur verið frá vegna meiðsla hjá West Ham í 18 mánuði.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×