Fleiri fréttir

Flugeldar trufluðu nætursvefn leikmanna Fulham

Fulham sigraði West Brom 2-1 í dag í ensku úrvalseideildinni en heppnin var með Fulham í leiknum þar sem liðið náði sér ekki á strik. Martin Jol þjálfari liðsins kennir flugeldasýningu fyrir utan hótelglugga leikmanna um frammistöðuna á vellinum.

Hörður Fannar í herbúðir Akureyrar á ný

Handknattleikskappinn Hörður Fannar Sigþórsson mun að öllum líkindum spila með meistaraflokki karla hjá Akureyri út leiktíðina samkvæmt heimildum Íþróttadeildar.

Kobe: Langt síðan ég hef leikið betur

"Það er langt síðan ég hef leikið betur,“ sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum.

Gylfi í úrvalsliði Norðurlanda

Norska dagblaðið Verdens Gang hefur valið sérstakt úrvalslið Norðurlanda og er Gylfi Þór Sigurðsson eini Íslendingurinn í því.

Arsenal skrikaði fótur gegn Southampton

Arsenal marði jafntefli gegn Southampton á útivelli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikmenn Southampton skoruðu bæði mörkin í fyrri hálfleik.

Ferguson: Hrukkum í gang við fyrsta markið

"Það er erfitt að leika gegn Wigan, sérstaklega á þeirra heimvelli þannig að 4-0 er mjög góð úrslit fyrir okkur,“ sagði Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United eftir 4-0 sigurinn á Wigan á útivelli í dag.

Villas-Boas: Gott að fá tíu stig yfir hátíðirnar

„Við gerðum vel í að fara í gegnum hátíðirnar með 10 stig í fjórum leikjum og vonandi höldum við áfram á þessari braut og komumst í þá stöðu sem við viljum vera í,“ sagði Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Tottenham eftir 3-1 sigurinn á Reading í dag.

Mancini: Skoruðum þrjú mörk gegn bestu vörninni

„Við lékum mjög vel í dag. Við skoruðum þrjú mörk gegn bestu vörninni í úrvalsdeildinni,“ sagði Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City eftir 3-0 sigurinn á Stoke á heimavelli í dag.

Mancini: Van Persie var hársbreidd frá því að semja við City

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að City hafi verið afar nærri því að ganga frá kaupum á Robin van Persie sem á endanum samdi við Manchester United. Kaupverðið var 24 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar íslenskra króna.

Fulham sigraði West Brom

Fulham sigraði West Brom 2-1 á útivelli í fyrsta leik ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fulham var 1-0 yfir í hálfleik.

Hart barist um þjónustu Wilfried Zaha

Talið er að Arsenal, Chelsea, Manchester United og Tottenham séu á meðal félaga sem munu berjast um þjónustu Wilfried Zaha, leikmanns Crystal Palace, í félagaskiptaglugganum sem nú hefur verið opnaður.

Cudicini fer líklega til LA Galaxy

Samkvæmt heimildum Sky Sports mun Carlo Cudicini, varamarkvörður Tottenham Hotspurs, yfirgefa félagið í janúar og ganga í raðir LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Cech meiddur í nára

Hinn tékkneski markvörður Chelsea Petr Cech varð að fara af velli í hálfleik í gær þegar liðið lék gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Ferguson: Framtíð Nani er hjá United

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjori Manchester United, vill alls ekki losa sig við Nani frá klúbbnum núna í janúar og heldur því staðfastlega fram að svo verði ekki

60 milljóna punda verðmiði á Bale

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspurs hafa nú stigið fram og sett 60 milljóna punda verðmiða á Gareth Bale en frá þessu greinir enska pressan í dag.

Jose Enrique meiddist illa gegn QPR

Jose Enrique, leikmaður Liverpool, meiddist nokkuð illa í leik gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann varð að yfirgefa völlinn þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Joe Cole gæti verið á leiðinni til QPR

Knattspyrnumaðurinn Joe Cole hjá Liverpool er hugsanlega á leiðinni til QPR núna strax í janúar en Liverpool vann einmitt liðið í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Finnst best að spila undir pressu

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson er íþróttamaður ársins 2012. Hann segist ekki hafa áhuga á því að vera farþegi í sínum liðum og kann best við sig þegar hann þarf að bera ábyrgð. Aron dreymir um að vinna gullverðlaun á stórmóti með landsliðinu.

Wenger í basli með rennilásinn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er löngu orðinn heimsþekktur fyrir úlpuval sitt. Hann mætir venjulega til leiks í síðri dúnúlpu sem dagsdaglega er bara kölluð svefnpokinn.

Moyes: Missti af Hazard

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir að hann hafi misst af því að klófesta Eden Hazard þegar hann var yngri hjá Lille í Frakklandi. Belginn leikur í dag hjá Chelsea en hann var keyptur á 32 milljónir punda í sumar.

Liverpool á eftir Sneijder?

Liverpool mun hafa lagt fram 9,5 milljóna tilboð í Hollendinginn Wesley Sneijder, leikmann Inter. Sneijder er að öllum líkindum á leið frá Inter en hann hefur lítið sem ekkert leikið með liðinu í haust.

Nani ekki á förum frá Man Utd

Portúgalski vængmaðurinn Nani er ekki að förum frá Manchester United ef marka má orð knattspyrnustjórans, Sir Alex Ferguson. Nani, sem er 26 ára gamall, hefur ekki oft verið í byrjunarliði United það sem af er leiktíðar og er sagður óánægður á Old Trafford.

Sigur hjá Emil og félögum

Emil Hallfreðsson og félagar hans í Hellas Verona unnu í dag góðan heimasigur gegn Modena í ítölsku B-deildinni. Leikurinn lyktaði með 3-1 sigri Hellas Verona.

Redknapp: Við getum ennþá bjargað okkur

Harry Redknapp, stjóri QPR, var ósáttur með 0-3 tap sinna manna gegn Liverpool í dag. Liðið lenti þremur mörkum undir eftir aðeins hálftíma leik og sá aldrei til sólar.

Gerrard: Suarez er töframaður

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var kampakátur með sigur liðsins gegn QPR í dag. Hann telur að liðið hafi sýnt sitt rétta andlit.

Debuchy á leiðinni til Newcastle

Newcastle hefur komist að samkomulagi við Lille um kaup á franska landsliðsmanninum Mathieu Debuchy. Kaupverð er talið vera um 5 milljónir sterlingspunda.

Jakob með 17 stig í tapleik Sundsvall

Jakob Örn Sigurðsson átti fínan leik í tapi Sundsvall Dragons gegn Södertälje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lokatölur urðu 76-70 fyrir heimamenn í Södertälje Kings.

Moyes: Vorum nálægt því að vinna Evrópumeistaranna

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var vonsvikinn með að ná ekki stigi í leik liðsins gegn Chelsea í dag. Everton lék vel í leiknum og voru leikmenn Chelsea mjög heppnir að næla sér í sigur.

Lampard: Við vorum heppnir

Frank Lampard var hetja Chelsea í sigri liðsins gegn Everton á útivelli í dag. Hann skoraði bæði mörk Chelsea sem er búið að vinna þrjá leiki í röð.

Ba í samningaviðræður við Chelsea

Demba Ba er líklega á leiðinni til Chelsea en hann mun hitta fulltrúa félagsins innan skamms samkvæmt heimildum Sky Sports. Ba er með klásúlu í samningi sínum við Newcastle um að hann geti farið frá félaginu fyrir 7 milljónir punda og Chelsea virðist hafa nýtt sér það.

Buðu 205 milljónir punda í Messi

Samkvæmt heimildum The Sun þá mun rússneska knattspyrnuliðið Anzhi Makhachkala hafa nýtt sér klásúlu í samningi Lionel Messi og boðið 205 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Llorente á förum frá Bilbao

Spænski landsliðsframherjinn Fernando Llorente hefur staðfest að hann sé á förum frá Athletic Bilbao. Hann hefur verið sterklega orðaður við ítalska liðið Juventus að undanförnu og þykir nú líklegt að hann yfirgefi uppeldisklúbbinn sinn.

Sjá næstu 50 fréttir