Enski boltinn

Það er undir Balotelli komið ef hann vill vera áfram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir félagar á góðri stundu.
Þeir félagar á góðri stundu. Mynd / Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, telur að Mario Balotelli, leikmaður liðsins, verði áfram hjá félaginu eftir áramót.

Hann er í miklum metum hjá eiganda félagsins, Sheikh Mansour, en að mati stjórans verður hann að bæta hegðun sína til muna.

Þessi ítalski framherji hefur verið til mikilla vandræða innan sem utan vallar á þeim tíma sem hann hefur verið hjá Englandsmeisturunum eða síðan árið 2010. Balotelli hefur undanfarið verið fastur á varamannabekk liðsins á meðan Carlos Tevez og Sergio Aguero byrja oftast í framlínu liðsins.

AC Milan gæti verið næsti áfangastaður fyrir Ítalann en Mancini vill meina að hann verði áfram hjá liðinu.

„Mario er 22 ára gamall og það er kominn tími til þess að hann fari að þroskast og hagi sér eins og atvinnumaður," sagði Roberto Mancini við blaðið Gazzetta dello Sport.

„Ég fer fram á að hann hagi sér innan vallar sem og utan vallar. Hann þarf að fara lifa eðlilegu og rólegu lífi og fara hugsa um feril sinn."

„Ég held að framtíð hans sé hjá félaginu en það er í raun alveg undir honum sjálfum komið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×