Enski boltinn

Cudicini fer líklega til LA Galaxy

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images.
Samkvæmt heimildum Sky Sports mun Carlo Cudicini, varamarkvörður Tottenham Hotspurs, yfirgefa félagið í janúar og ganga í raðir LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Leikmaðurinn fór til Tottenham árið 2009 á frjálsri sölu frá Chelsea. Dvölin hjá Tottenham hófst ekki vel þegar Ítalinn lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi og missti af 20 leikjum í röð.

Markvörðurinn hefur undanfarið færst enn aftar í goggunarröðinni hjá Spurs en þeir Brad Friedel og Hugo Lloris skiptast á að vera í rammanum en Cudicini fær sárafá tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×