Enski boltinn

Liverpool á eftir Sneijder?

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Wesley Sneijder gæti verið á leið til Englands. Mynd/Getty
Wesley Sneijder gæti verið á leið til Englands. Mynd/Getty
Liverpool mun hafa lagt fram 9,5 milljóna tilboð í Hollendinginn Wesley Sneijder, leikmann Inter. Sneijder er að öllum líkindum á leið frá Inter en hann hefur lítið sem ekkert leikið með liðinu í haust.

Tottenham hefur einnig sýnt leikmanninum áhuga en nú er talið að Liverpool ætli sér að klófesta leikmanninn í janúar. Þessi 28 ára leikmaður var talinn einn heitasti bitinn á markaðnum fyrir örfáum árum en hefur verið úti í kuldanum hjá Inter í ár.

„Það er best fyrir báða aðila að ég fari í janúar," hefur verið haft eftir Sneijder. Hann er sagður vera með í kringum 200 þúsund pund í vikulaun hjá Inter og er ekki víst að Liverpool hafi efni á því að bjóða slík laun. Sneijder gæti hins verið tilbúinn að taka á sig launalækkun til að færa sig um set til Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×