Enski boltinn

Ba í samningaviðræður við Chelsea

Demba Ba gæti verið á förum til Chelsea. Mynd/Getty
Demba Ba gæti verið á förum til Chelsea. Mynd/Getty
Demba Ba er líklega á leiðinni til Chelsea en hann mun hitta fulltrúa félagsins innan skamms samkvæmt heimildum Sky Sports. Ba er með klásúlu í samningi sínum við Newcastle um að hann geti farið frá félaginu fyrir 7 milljónir punda og Chelsea virðist hafa nýtt sér það.

Ba hefur verið einn heitasti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur og hefur skorað 13 mörk í 20 leikjum. Ba gekk til liðs við Newcastle sumarið 2011 eftir hálfs árs veru hjá West Ham.

Chelsea þarf á framherja að halda en liðið mun líklega selja Daniel Sturridge til Liverpool þegar leikmannaglugginn opnar eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×