Enski boltinn

Aron lék allan leikinn í sigri | Cardiff með sjö stiga forystu á toppnum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff sem sigraði Birmingham 1-0 á útivelli í dag í ensku B-deildinni. Heiðar Helguson sat allan tímann á bekknum.

Joe Mason skoraði eina mark leiksins á 41. mínútu en Cardiff er nú með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar.

Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahóp Wolves sem steinlá gegn Crystal Palace á útivelli 3-1. Eggert Gunnþór Jónsson var á varamannabekknum.

Wolves er í 18. sæti deildarinnar með 31 stig, aðeins sex stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×