Fleiri fréttir

Suarez með tvö mörk í sigri Liverpool

Liverpool vann öruggan 3-0 sigur gegn QPR í lokaleik 20. umferða ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool gekk frá leiknum á fyrsta hálftímanum því Louis Suarez var búinn að skora tvívegis eftir um 15 mínútur og Daniel Agger bætti við þriðja markinu á 28. mínútu.

Lampard hetjan í sigri Chelsea

Chelsea vann mjög góðan útisigur gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Frank Lampard var hetja Chelsea en hann skoraði bæði mörk liðsins.

Aron Pálmarsson kjörinn íþróttamaður ársins

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins árið 2012 í kjöri samtaka íþróttafréttamanna. Aron fékk yfirburðakosningu en þetta er í fyrsta skipti sem hann hlýtur þessa nafnbót.

Barcelona vill fá 11 ára undrabarn

Barcelona er alltaf að leita að nýjum Lionel Messi og hver veit nema félagið sé búið að finna hann í Brasilíu. Þar er nefnilega 11 ára undrabarn að slá í gegn.

Alfreð Gíslason er þjálfari ársins

Sú nýbreytni var tekin upp í kjöri íþróttamanns ársins í ár að kjósa þjálfara og lið ársins. Þjálfari ársins er Alfreð Gíslason.

West Ham vill halda Allardyce

Það er mikil ánægja með störf Sam Allardyce hjá West Ham og stjórnarformaður félagsins, David Gold, hefur gefið í skyn að Allardyce muni fá nýjan samning hjá félaginu.

Walcott lærir af Henry

Þó svo það hafi ekki gengið enn sem komið er hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, að fá Theo Walcott til þess að skrifa undir nýjan samning þá verður hann ekki sakaður um að reyna ekki allt sem hann getur.

Clippers er óstöðvandi

Það er ekkert lát á mögnuðu gengi LA Clippers en liðið vann sinn sextánda leik í röð í nótt. Skipti engu þó svo þetta hefði verið þriðji leikur liðsins á fjórum dögum.

Merkislax í Krossá á Skarðsströnd

Hrygnan náði að hrygna í fjórgagn og var mætt til hrygningar í fimmta skiptið þegar hún lét glepjast af agni veiðimanns, þá á tíunda aldursári. Þetta er með ólíkindum þar sem sjaldgæft er að sami laxinn nái að hrygna tvisvar hvað þá að ganga oft til hrygningar.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Túnis 34-24

Ísland vann öruggan sigur á Túnis 34-24 í seinni æfingaleik liðanna í undirbúningi fyrir Heimsmeistaramótið á Spáni. Ísland var mikið betra líkt og í fyrri leiknum í gær og sigurinn aldrei í hættu.

Lennon tryggði Spurs sigur

Tottenham komst í dag upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar er liðið vann fínan útisigur, 1-2, á Sunderland.

Muamba fór á kostum í dansþætti

Fabrice Muamba, sem fór í hjartastopp í viðureign Bolton gegn Tottenham í FA bikarnum á síðustu leiktíð, sýndi frábær tilþrif í dansþættinum „Strictly come dancing" á BBC1 á dögunum.

Ótrúleg sigurkarfa vestanhafs

Körfuboltalið Glacier-skólans í Montana-fylki í Bandaríkjunum vann ótrúlegan sigur á Charles M. Russell skólanum í leik á dögunum.

Wenger um Ferguson: Það eiga að gilda sömu reglur um alla

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á því að allir knattspyrnustjórar eiga að fá refsingu gangi þeir of langt í aðfinnslum sínum við dómara. Það hefur vakið mikla athygli að Sir Alex Ferguson komst upp með mikil mótlæti á hliðarlínunni í 4-3 sigri Manchester United á Newcastle um síðustu helgi.

Kristian Asmussen yfirgefur Magdeburg

Danski markvörðurinn Kristian Asmussen, sem fenginn var til Magdeburg í haust til að leysa af Björgvin Pál Gústavsson sem átti við meiðsli að stríða, hefur haldið heim Danmerkur á ný.

Alfreð: Nákvæmlega eins og Gylfi reiknaði með

Alfreð Finnbogason var gestur Guðmundar og Hjörvars í Sunnudagsmessunni á annan dag jóla. Alfreð tjáði sig meðal annars um stöðu félaga síns í landsliðinu, Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá Tottenham.

Þrettándi sigurinn í röð hjá íslensku drekunum

Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann fimmtán stiga útisigur á Jämtland Basket, 90-75. Drekarnir unnu þar með þrettán síðustu deildarleiki ársins 2012 og eru með fjögurra stiga forskot á toppnum.

Arnar Grétarsson kominn í valdastöðu hjá Club Brugge

Arnar Grétarsson hefur tekið við valdamiklu starfi hjá belgíska úrvalsdeildarfélaginu Club Brugge en hann var kynntur í dag sem nýr yfirmaður íþróttamála hjá félaginu. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.

Chile verður án línumannsins sterka

Karlalandslið Chile í handbolta hefur orðið fyrir blóðtöku því ljóst er að liðið verður án Marco Oneto, línumannsins sterka, á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar.

Landsliðsfólkið eyðir klukkutíma með krökkunum á morgun

Íslensku handboltalandsliðin hafa verið í sviðsljósinu á árinu 2012 og tóku saman þátt í þremur stórmótum. Karlarnir eru á leið á HM á Spáni í upphafi næsta árs en voru á Ólympíuleikunum í London í ágúst og á EM í Serbíu í janúar. Konurnar eru nýkomnar heim frá EM í Serbíu.

Björgvin Páll: Ég er frískur og hungraður

Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn fyrir leikina gegn Túnis í kvöld og á morgun. Björgvin hefur glímt við fylgigigt í kjölfar salmonellusýkingar undanfarnar vikur en segist vera að komast í gott stand.

Tekst Fram að stöðva sigurgöngu Valskvenna?

Valur og Fram mætast í úrslitaleik deildabikars kvenna í Laugardalshöll klukkan 17.30 í kvöld. Valskonur mörðu sigur á Stjörnunni eftir tvíframlengdan leik og vítakeppni í gærkvöldi en Fram fór létt með ÍBV.

Ólafur Stefánsson: Liðið er betur sett án mín

Ólafur Stefánsson dró sig í gær úr íslenska landsliðshópnum í handknattleik. Reiknað hafði verið með því að Ólafur gæti spilað með liðinu á Spáni en nú er ljóst að ekkert verður af því.

Henry æfir með Arsenal í dag

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, staðfesti á fréttamannafundi í morgun að Thierry Henry myndi æfa með liðinu í dag.

Brösug byrjun hjá Ragnari

Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, var fjarri sínu besta á fyrsta hringnum í Junior Orange Bowl Championship mótinu sem hófst á Flórída í gær.

Fer Aron aðrar leiðir en forverarnir?

Í fyrsta skipti frá árinu 1990 er þjálfari íslenska karlalandsliðsins ekki úr skóla Pólverjans Bogdans Kowalczyk. Þorbergur Aðalsteinsson, Viggó Sigurðsson, Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson sóttu allir í smiðju Bogdans en mentor Arons var í Danmörku.

Bjarki Már: Baráttan er á milli okkar Stefáns

Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður N1-deildar karla, mætti á fyrstu æfingu karlalandsliðsins í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Kópavogsbúinn hefur skorað 83 mörk í leikjunum tólf og klár í slaginn fyrir landsleikina tvo gegn Túnisum í kvöld og á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir