Fótbolti

Brynjólfur Ander­sen með tvö gegn Wrex­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Reimaði á sig markaskóna í dag.
Reimaði á sig markaskóna í dag. Pieter van der Woude/Getty Images

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk þegar Groningen lagði Hollywood-lið Wrexham í æfingaleik á laugardag. Groningen leikur í efstu deild Hollands á meðan Wrexham er nýliði í ensku B-deildinni þrátt fyrir að vera staðsett í Wales.

Liðin spiluðu í raun tvo æfingaleiki í dag svo fjöldinn allur af leikmönnum fékk tækifæri til að sýna sig og sanna. Nýjasti leikmaður Wrexham, Conor Coady, spilaði fyrri leikinn sem endaði með 1-0 sigri Groningen.

Síðari leiknum lauk með 3-1 sigri Groningen. Heimamenn í Hollandi komust yfir en Josh Windass, annar nýr leikmaður Wrexham, jafnaði metin.

Brynjólfur Andersen kom sínum mönnum yfir með marki seint í fyrri hálfleik og gulltryggði svo sigurinn með marki þegar ein mínúta var til loka venjulegs lektíma.

Íslenski framherjinn gekk í raðir Groningen á síðasta ári eftir að hafa verið hjá Kristianstund í Noregi frá 2021-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×