Kobe: Langt síðan ég hef leikið betur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. janúar 2013 20:45 Mynd/Nordic Photos/Getty „Það er langt síðan ég hef leikið betur," sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum. Kobe Bryant hefur aldrei hitt betur á 17 ára ferli sínum. Hann hefur hitt úr 47,8 prósent skota sinna það sem af er tímabilinu. Bryant er 34 ára gamall en það hefur ekki stoppað hann í að skora manna mest á tímabilinu en hann er stigahæstur með 30,1 stig að meðaltali í leik. Desember mánuður var einstakur fyrir hann. Aldrei á ferlinum hafði honum tekist að skora 33,79 stig að meðaltali í leik yfir mánuð á sama tíma og hann náði að hirða 5,57 fráköst og gaf 4,64 stoðsendingar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mínútur. Ég spila meira en síðustu ár og ég er heill heilsu. „Ég hafði heilt sumar til að verða heill, komast í form, styrkja mig og ég held að það hafi mikið með þetta gera. Mataræðið skiptir líka sköpum," sagði Kobe en hann hefur leikið um 38,7 mínútur að meðaltali í leik, örlítið meira en undir stjórn Mike Brown á síðustu leiktíð en umtalsvert meira en þegar hann lék 33,9 mínútur að meðaltali á síðasta tímabili Phil Jackson með Lakers. Bryant segir sjálfur að hann hafi leikið „á einum fæti" á síðasta tímabili Jackson en margir töldu þá að ferill Bryant væri á hraðri niðurleið. „Ég lék allt í lagi miðað við að ég væri á einum fæti en þetta snérist líka um fækkun mínútna á vellinum. Það fór í taugarnar á mér að fólk segði að ferillinn væri á niðurleið þegar þetta snérist fyrst og fremst um færri mínútur. Ég tók það nærri mér og vildi mæta enn betri til leiks þetta tímabilið," sagði Kobe Bryant sem hefur lengi verið þekktur fyrir einstakt keppnisskap og vinnusemi. „Ég hef ekki tekið nein sérstök bætiefni til að hjálpa mér. Það sem ég geri er að æfa af krafti og passa mataræðið. Maður þarf að meta sig rétt. Menn halda að þeir geti farið út og gert það sama og þegar þeir voru ungir og borðað það sama og áður og viðurkenna ekki að það sem þú borðar hefur áhrif. „Ég hef verið heiðarlegur við sjálfan mig og skorið margt niður og borða mjög heilsusamlega. Það er ömurlegt en það er þess virði," sagði Kobe Bryant sem borðar ekki lengur það sama og hann gerði fyrir leikinn sögulega gegn Toronto Raptors þegar Bryant skoraði 81 stig. Þá borðaði hann pepperoni flatböku og drakk gos með. Nú er það magur fiskur, kjöt og grænmeti sem er uppistaða fæðu hans. NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Barist um sæti á úrslitahelginni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
„Það er langt síðan ég hef leikið betur," sagði Kobe Bryant stórstjarna Los Angeles Lakers eftir æfingu í gær mánudag um frammistöðu sína það sem af er tímabilinu í NBA körfuboltanum. Kobe Bryant hefur aldrei hitt betur á 17 ára ferli sínum. Hann hefur hitt úr 47,8 prósent skota sinna það sem af er tímabilinu. Bryant er 34 ára gamall en það hefur ekki stoppað hann í að skora manna mest á tímabilinu en hann er stigahæstur með 30,1 stig að meðaltali í leik. Desember mánuður var einstakur fyrir hann. Aldrei á ferlinum hafði honum tekist að skora 33,79 stig að meðaltali í leik yfir mánuð á sama tíma og hann náði að hirða 5,57 fráköst og gaf 4,64 stoðsendingar. „Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um mínútur. Ég spila meira en síðustu ár og ég er heill heilsu. „Ég hafði heilt sumar til að verða heill, komast í form, styrkja mig og ég held að það hafi mikið með þetta gera. Mataræðið skiptir líka sköpum," sagði Kobe en hann hefur leikið um 38,7 mínútur að meðaltali í leik, örlítið meira en undir stjórn Mike Brown á síðustu leiktíð en umtalsvert meira en þegar hann lék 33,9 mínútur að meðaltali á síðasta tímabili Phil Jackson með Lakers. Bryant segir sjálfur að hann hafi leikið „á einum fæti" á síðasta tímabili Jackson en margir töldu þá að ferill Bryant væri á hraðri niðurleið. „Ég lék allt í lagi miðað við að ég væri á einum fæti en þetta snérist líka um fækkun mínútna á vellinum. Það fór í taugarnar á mér að fólk segði að ferillinn væri á niðurleið þegar þetta snérist fyrst og fremst um færri mínútur. Ég tók það nærri mér og vildi mæta enn betri til leiks þetta tímabilið," sagði Kobe Bryant sem hefur lengi verið þekktur fyrir einstakt keppnisskap og vinnusemi. „Ég hef ekki tekið nein sérstök bætiefni til að hjálpa mér. Það sem ég geri er að æfa af krafti og passa mataræðið. Maður þarf að meta sig rétt. Menn halda að þeir geti farið út og gert það sama og þegar þeir voru ungir og borðað það sama og áður og viðurkenna ekki að það sem þú borðar hefur áhrif. „Ég hef verið heiðarlegur við sjálfan mig og skorið margt niður og borða mjög heilsusamlega. Það er ömurlegt en það er þess virði," sagði Kobe Bryant sem borðar ekki lengur það sama og hann gerði fyrir leikinn sögulega gegn Toronto Raptors þegar Bryant skoraði 81 stig. Þá borðaði hann pepperoni flatböku og drakk gos með. Nú er það magur fiskur, kjöt og grænmeti sem er uppistaða fæðu hans.
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Barist um sæti á úrslitahelginni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira