Enski boltinn

Gerrard: Suarez er töframaður

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Louis Suarez skoraði tvö mörk í dag. Mynd/Getty
Louis Suarez skoraði tvö mörk í dag. Mynd/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var kampakátur með 0-3 sigur liðsins gegn QPR í dag. Hann telur að liðið hafi sýnt sitt rétta andlit.

„Við spiluðum líklega okkar besta leik í vetur í fyrri hálfleik. Harry Redknapp breytti aðeins til hjá QPR í seinni hálfleik og þá var þetta talsvert erfiðara," sagði Gerrard sem hrósar Louis Suarez.

„Louis Suarez hefur verið frábær síðan hann kom til liðsins. Hann er töframaður. Andstæðingarnir þurfa bara að leika gegn honum tvisvar á ári en við þurfum að æfa með honum á hverjum degi."

Brendan Rodgers var ekki á Loftus Road í dag vegna veikinda. Hann horfði því á leikinn frá heimili sínu. „Við fundum fyrir því að Brendan var ekki til staðar í dag. Hann hefur verið frábær fyrir okkur leikmennina. Ég er viss um að það er vel hlúð að honum heima og hann örugglega ánægður með okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×