Fótbolti

Guðlaugur Victor Pálsson samdi við Nijmegen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðlaugur Victor í leik með Red Bulls
Guðlaugur Victor í leik með Red Bulls Mynd / Getty Images.
Guðlaugur Victor Pálsson gekk í dag frá langtímasamningi við hollenska félagið NEC Nijmegen en hann er samningsbundinn liðinu til ársins 2016.

Guðlaugur Victor var lánaður til Nijmegen í haust frá New York Red Bulls en hefur nú formlega gengið til liðs við félagið.

Guðlaugur hefur unnið sér fast sæti í byrjunarliðið Nijmegen og spilað 12 leiki með liðinu en í þeim skoraði hann tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×