Enski boltinn

Ferguson: Framtíð Nani er hjá United

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjori Manchester United, vill alls ekki losa sig við Nani frá klúbbnum núna í janúar og heldur því staðfastlega fram að svo verði ekki.

Þessi snjalli kantmaður hefur verið orðaður frá félaginu undanfarna mánuði en hann hefur ekki fengið að spila eins mikið og undanfarinn ár á þessu tímabili.

„Ég mun ekki selja leikmanninn, við þörfnumst hans," sagði Ferguson, við breska fjölmiðla um helgina.

„Hann er samningsbundinn liðinu næstu 18 mánuði og þar verður hann. Hann er magnaður leikmaður sem hefur sjaldgæfa hæfileika."

„Hann er meiddur eins og staðan er núna en ég er ekki í nokkrum vafa um að hann komi sterkur inn á næsta ári."

„Framtíð Nani er hjá Manchester United og það er enginn ástæða fyrir hann að yfirgefa félagið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×