Enski boltinn

Nani ekki á förum frá Man Utd

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Nani á framtíð á Old Trafford. Mynd/Getty
Nani á framtíð á Old Trafford. Mynd/Getty
Portúgalski vængmaðurinn Nani er ekki að förum frá Manchester United ef marka má orð knattspyrnustjórans, Sir Alex Ferguson. Nani, sem er 26 ára gamall, hefur ekki oft verið í byrjunarliði United það sem af er leiktíðar og er sagður óánægður á Old Trafford.

„Við látum hann ekki fara frá okkur. Við þurfum á Nani að halda. Hann er með samning hér í fjögur og hálft ár í viðbót. Hann færir okkur eitthvað nýtt. Nani hefur ótrúlega hæfileika," segir Ferguson.

„Því miður þá er hann meiddur í augnablikinu. Við sendum hann til Dubai í frí til að hjálpa honum að ná sér. Hann á framtíð hér. Hvers vegna ætti ég að láta hann fara?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×