Enski boltinn

Fulham sigraði West Brom

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
David Stockdale á undan Lukaku í boltann.
David Stockdale á undan Lukaku í boltann. Nordicphotos/Getty
Fulham sigraði West Brom 2-1 á útivelli í fyrsta leik ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fulham var 1-0 yfir í hálfleik.

Liðin virtust eiga í vandræðum með að hrista nýársfögnuðinn af sér í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov náði þó að skora eina mark hálfleiksins sex mínútum fyrir hálfleik.

Seinni hálfleikur var bráðfjörugur. West Brom hóf hann af krafti og náði Romelo Lukaku að jafna metin eftir aðeins fjögurra mínútna leik þegar hann skoraði af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Billy Jones.

West Brom hélt áfram að sækja en gegn gangi leiksins komst Fulham aftur yfir. Bryan Ruiz sendi langa sendingu fram og Svíinn Alexander Kacaniklic nýtti sér skógarhlaup Ben Foster markvarðar West Brom og sendi boltann í markið.

Fulham er þar með komið með 24 stig, rétt fyrir neðan miðja deild en West Brom er áfram í sjöunda sæti með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×