Enski boltinn

Wenger: Hugsanlega vanmátum við Southampton

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arsene Wenger hefur stýrt Arsenal frá árinu 1996.
Arsene Wenger hefur stýrt Arsenal frá árinu 1996. Nordicphotos/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki sáttur við 1-1 jafntefli sinna manna gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gestirnir frá London lentu undir í fyrri hálfleik en jöfnuðu leikinn skömmu fyrir leikhlé þökk sé sjálfsmarki heimamanna.

„Við vorum ekki góðir sóknarlega og sköpuðum ekki nógu mörg færi. Mér fannst okkur skorta bit og löngun," sagði Wenger í leikslok.

„Kannski vanmátum við þá að einhverju leyti," viðurkenndi Wenger. Kollegi hans, Nigel Adkins hjá Southampton, var öllu ánægðari með niðurstöðuna en Frakkinn.

„Við heimsóttum Arsenal fyrr á tímabilinu og fengum væna rassskellingu. Í dag vorum við þéttir varnarlega séð. Ég er hæstánægður með frammistöðu strákanna," sagði Adkins.

Arsenal varð af mikilvægum stigum í baráttunni um efstu fjögur sætin sem gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Southampton lyfti sér úr fallsæti en liðið hefur betri markatölu en Wigan.


Tengdar fréttir

Arsenal skrikaði fótur gegn Southampton

Arsenal marði jafntefli gegn Southampton á útivelli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikmenn Southampton skoruðu bæði mörkin í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×