Enski boltinn

Moyes: Vorum nálægt því að vinna Evrópumeistaranna

David Moyes stjóri Everton og Rafa Benitez. Mynd/Getty.
David Moyes stjóri Everton og Rafa Benitez. Mynd/Getty.
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var vonsvikinn með að ná ekki stigi í leik liðsins gegn Chelsea í dag. Everton lék vel í leiknum og voru leikmenn Chelsea mjög heppnir að næla sér í sigur.

„Við voru mjög óheppnir að ná ekki a.m.k. jafntefli í dag. Mínir leikmenn hefðu ekki getað gert meira. Þeir lögðu sig alla fram og við lékum vel," sagði Moyes.

„Við reyndum að skora allan leikinn og létum þá hafa mikið fyrir þessu. Það er öll lið í vandræðum með meiðsli og bönn á þessum hluta tímabilsins og við finnum fyrir því. Við voru frábærir í dag og ekki langt frá því að vinna Evrópumeistaranna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×