Enski boltinn

Lampard: Við vorum heppnir

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Frank Lampard átti góðan dag. Mynd/Getty
Frank Lampard átti góðan dag. Mynd/Getty
Frank Lampard var hetja Chelsea í sigri liðsins gegn Everton á útivelli í dag. Hann skoraði bæði mörk Chelsea sem er búið að vinna þrjá leiki í röð.

„Þetta var mjög erfitt. Útileikur gegn Everton er einn erfiðasti leikur tímabilsins. Við vorum keyrðir niður hér í fyrra og vissum að við yrðum að verða harðir af okkur. Við lentum 1-0 undir en eftir hálftíma leika þá fórum við að komast inn í leikinn. Við jöfnuðum á góðum tíma," segir Lampard.

„Þetta var alltaf að fara að verða jafn leikur og við vorum heppnir. Við verðum að halda í trúna - það er langur vegur framundan. Það eina sem við getum gert er að vinna leiki og treysta á hagstæð úrslit."

Samningur Lampard við Chelsea rennur út í sumar. Hann segir að engar viðræður um nýjan samning hafi átt sér stað að undanförnu. „Við höfum ekki rætt um nýjan samning á síðustu vikum og ég hef bara einbeitt mér að því að spila. Að spila leiki gefur mér næga ánægju. Framtíðin kemur í ljós síðar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×