Enski boltinn

Moyes: Missti af Hazard

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Eden Hazard var eftirsóttur af Moyes á sínum tíma. Mynd/Getty.
Eden Hazard var eftirsóttur af Moyes á sínum tíma. Mynd/Getty.
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir að hann hafi misst af því að klófesta Eden Hazard þegar hann var yngri hjá Lille í Frakklandi. Belginn leikur í dag hjá Chelsea en hann var keyptur á 32 milljónir punda í sumar.

„Við vissum allt um Hazard í gegnum Marouane Fellaini og belgísku strákana. Við vissum hins vegar að hann væri of dýr fyrir okkur - við höfum nokkrum sinnum lent í því," segir Moyes.

Hazard, sem er 21 árs gamall, fór ungur að vekja athygli en Moyes var á höttunum á eftir honum þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í aðalliði Lille. Moyes hefur í gegnum tíðina þótt einkar klókur í leikmannakaupum þrátt fyrir að hafa lítið á milli handanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×