Enski boltinn

Arsenal skrikaði fótur gegn Southampton

Gaston Ramirez fagna marki sínum með Guly.
Gaston Ramirez fagna marki sínum með Guly. Nordicphotos/Getty
Arsenal marði jafntefli gegn Southampton á útivelli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikmenn Southampton skoruðu bæði mörkin í fyrri hálfleik.

Gaston Ramirez skoraði fyrsta mark leiksins á 35. mínútu með góðu skoti eftir klaufagang í vörn Arsenal.

Aðeins sex mínútum síðar skoraði Guilherme Do Prado klaufalegt sjálfsmark og bjargaði stigi fyrir Arsenal.

Arsenal lék ekki vel í leiknum og náði Southampton að skora í seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna brots í teignum.

Arsenal er nú með 34 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi meira en Everton og West Brom og fjórum stigum á eftir Chelsea sem á leik til góða.

Southampton lyfti sér upp úr fallsæti. Liðið er með 18 stig í 17. sæti, jafn mörg stig og Wigan en mun betri markamun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×