Enski boltinn

Flugeldar trufluðu nætursvefn leikmanna Fulham

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jol mun ekki gista á sama hóteli aftur um áramót.
Jol mun ekki gista á sama hóteli aftur um áramót. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fulham sigraði West Brom 2-1 í dag í ensku úrvalseideildinni en heppnin var með Fulham í leiknum þar sem liðið náði sér ekki á strik. Martin Jol þjálfari liðsins kennir flugeldasýningu fyrir utan hótelglugga leikmanna um frammistöðuna á vellinum.

„Besta flugeldasýningin var líklega á miðnætti fyrir utan hótelið okkar. Það var mjög pirrandi. Ég sagði að við þyrftum rólegt hótel og þetta var ótrúlegt. Það var örugglega 2000 manns fyrir gluggann minn," sagði Martin Jol allt annað en sáttur eftir leikinn í dag.

„Þetta hélt vöku fyrir leikmönnunum og ég var áhyggjufullur. Fyrst hélt ég að þetta væru stuðningsmenn en svo var ekki.

„Að vinna í kjölfarið á þessari nóttu, á nýársdag er frábært," sagði Jol.

„Við þurftum á heppni að halda. Við vorum góðir í fyrri hálfleik og skoruðum gott mark. Þeir breyttu leikskipulaginu í seinni hálfleik og fengu áhorfendur með sér og jöfnuðu með lélegu marki frá okkur séð.

„En við komumst yfir aftur og mér fannst við verðskulda sigurinn að lokum," sagði Jol sem vildi ekki hrósa Berbatov þegar hann var spurður út í Búlgarann markheppna eftir leikinn.

„Ég vil ekki alltaf vera að tala um hann. Það gæti pirrað aðra leikmenn. Ef við vinnum ekki látið þið (fjölmiðlamenn) hann heyra það og ef við vinnum þá segið þið hann frábæran. Ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa hann í mínu liði," sagði Martin Jol að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×