Enski boltinn

Redknapp: Við getum ennþá bjargað okkur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Harry Redknapp og hans menn áttu ekki góðan dag. Mynd/Getty.
Harry Redknapp og hans menn áttu ekki góðan dag. Mynd/Getty.
Harry Redknapp, stjóri QPR, var ósáttur með 0-3 tap sinna manna gegn Liverpool í dag. Liðið lenti þremur mörkum undir eftir aðeins hálftíma leik og sá aldrei til sólar.

„Ég var mjög ósáttur með fyrsta hálftímann hjá okkur. Við bættum okkur í seinni hálfleik. Þetta var erfiður leikur," segir Redknapp. „Horfið á andstæðinga okkar; liðið kostar samanlagt 150 milljónir punda. Það er fullt af gæðum og það er erfitt að leika við. Við lögðum okkur hins vegar alla fram."

Þrátt fyrir að staða QPR sé dökk þá er Redknapp ennþá vongóður um að halda liðinu uppi. Liðið situr í neðsta sæti með 10 stig, átta stigum frá öruggu sæti. „Ég trúi því ennþá að við getum unnið okkur út úr þessu. Ef við getum fengið einn eða tvö nýja leikmenn í janúar þá gæti það gert gæfumuninn. Þetta verður erfitt en það eru margir leikir eftir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×