Enski boltinn

Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wil­son

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Wilson er á leið til West Ham.
Wilson er á leið til West Ham. EPA-EFE/PETER POWELL

Enski framherjinn Callum Wilson hefur komist að samkomulagi við West Ham United og mun leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð.

Hamrarnir virðast kaupa framherja nær hvert sumar og því í raun borðleggjandi að Wilson myndi enda þar þegar ljóst var að hann yrði ekki áfram hjá Newcastle United. Hinn 33 ára gamli framherji hefur verið fimm ár í Norður-Englandi en færir sig nú niður í höfuðborgina.

West Ham tilkynnti Wilson í dag, laugardag, eftir að hann hafði staðist læknisskoðun. Framherjinn er fjórði leikmaðurinn sem Hamrarnir fá í sínar raðir í sumar.

Hinir þrír eru bakverðirnir Kyle Walker-Peters og El Hadji Malick Diouf ásamt miðverðinum Jean Clair-Todibo. Sá síðastnefndi var á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.

Á ferli sínum með félagsliðum hefur Wilson spilað 392 leiki, skorað 141 mark og gefið 48 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 9 A-landsleiki fyrir Englands hönd og skorað tvö mörk.

Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport.

Hér má tryggja sér áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×