Enski boltinn

Ba fer ekki til Chelsea | fleiri lið áhugasöm

Stefán Árni Pálsson skrifar
Demda Ba
Demda Ba Mynd. / Getty Images.
Það verður líklega ekkert af félagsskiptum Demba Ba, leikmanns Newcastle, til Chelsea nú í janúarmánuði þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný.

Samningaviðræður við milli félaganna fóru í strand og segir umboðsmaður leikmannsins að hann fari hvergi.

Ákveðin klásúla er í samning Ba við Newcastle en hann hljóðar þannig að leikmaðurinn má yfirgefa félagið ef tilboð berst í hann uppá 7 milljónir punda eða meira.

Samkvæmt heimildum Sky Sports eru lið á borð við Arsenal, Tottenham, QPR og Paris Saint Germain á eftir leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×