Enski boltinn

Villas-Boas: Gott að fá tíu stig yfir hátíðirnar

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nordicphotos/Getty
„Við gerðum vel í að fara í gegnum hátíðirnar með 10 stig í fjórum leikjum og vonandi höldum við áfram á þessari braut og komumst í þá stöðu sem við viljum vera í,“ sagði Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Tottenham eftir 3-1 sigurinn á Reading í dag.

Aaron Lennon átti frábæran leik fyrir Tottenham og hrósaði Villas-Boas honum sérstaklega eftir leikinn.

„Aaron Lennon er frábær leikmaður og fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið en hann hefur leikið frábærlega fyrir okkur,“ sagði Villas-Boas.

Brian McDermott þjálfari Reading var svekktur yfir jöfnunarmarki Tottenham í leiknum þegar Michael Dawson skallaði hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar í netið.

„Það er svekkjandi að fá á sig mark svo snemma eftir að við komumst yfir og ef við hefðum verið 1-0 yfir í hálfleik þá hefði þetta verið mjög góður leikur.

„Andre er búinn að byggja upp mjög gott lið hjá Tottenham og það munu ekki margir sækja stig hingað,“ sagði McDermott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×