Fótbolti

12 eftirminnilegustu atvik ársins 2012

Stefán Árni Pálsson skrifar
FIFA hefur valið 12 eftirminnilegustu atvik ársins 2012 í knattspyrnuheiminum og gefið út myndband sem sýnir þessi atvik.

Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu eru lokamínútur lokaleiks Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir tryggði sér titilinn, þegar Chelsea tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu og þegar Spánverjar unnu Evrópumótið í knattspyrnu í sumar.

Þetta ásamt nokkrum stórkostlegum atriðum gera árið upp að mati dómnefndar FIFA.

Sjón er sögu ríkari og hér að ofan má sjá myndbandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×