Enski boltinn

Seamus Coleman gerði 5 ára samning við Everton

Stefán Árni Pálsson skrifar
Seamus Coleman
Seamus Coleman Mynd. / Getty Images
Seamus Coleman, leikmaður Everton, hefur skrifað undir 5 ára langtímasamning við félagið og mun hann því leika næstu árin á Goodison Park eða til ársins 2018.

Þessi 24 ára varnarmaður hefur reynst mikill liðstyrkur fyrir Everton en Coleman kom til Everton árið 2009 og hefur fundið sig vel hjá klúbbnum.

„Ég er himinlifandi með þennan samning. Það er góð tilfinning að vera búinn að binda sig svona stórum klúbb, hér vill ég vera eins lengi og mögulegt er," sagði Coleman við vefsíðu félagsins.

„Ég mun halda áfram að leggja hart af mér eins og ég hef gert frá fyrsta degi. Ég mun bæta mig enn meira og mun standa mig vel fyrir klúbbinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×